Innlent

Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Starfsmenn sérstaks saksóknara hafa rætt við einstaka starfsmenn, en ekki er vitað hvort þeir hafi aflað sérstakra gagna og engar staðfestingar fengist á því hvort starfsmenn hafi framvísað einhverjum sérstökum heimildum til húsleita.

Ekki hefur orðið vart við einkennisklædda lögreglumenn í bankanum.


Tengdar fréttir

Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar

Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina.

Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×