Innlent

Ráðherra vill leyfa hjálparhunda í fjölbýlishúsum

Margir þurfa nauðsynlega á aðstoð hjálparhunda að halda
Margir þurfa nauðsynlega á aðstoð hjálparhunda að halda Mynd úr safni
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi þar sem lögð er til heimild til að fatlaðir fái heimild til að halda leiðsögu- eða blindrahund í fjölbýlishúsi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur staðið síðastliðin misseri um hjálparhunda fyrir fatlaða og sambýli þeirra við aðra í fjöleignarhúsum. Eins og staðan er nú þarf að fá leyfi allra íbúa í fjölbýlishúsi áður en fatlaður einstaklingur getur flutt þangað inn hjálparhund.

Í frumvarpinu er kveðið á um að komi til deilumála vegna ofnæmis sem geri sambýlið við hundinn óbærilegt fyrir íbúa hússins sé slíkum málum vísað til kæru-nefndar húsamála.

Áfram gildir þó að sú almenna regla að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki allra eigenda sem hafa sameiginlegan inngang og/eða stigagang.

Í frumvarpinu er kveðið á um að komi til deilumála vegna ofnæmis sem geri sambýlið við hundinn óbærilegt fyrir íbúa hússins sé slíkum málum vísað til kæru-nefndar húsamála.

Tilgangur frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að einn íbúi fjölbýlishúss geti hindrað fatlaða í að flytja inn með hjálparhund án þess að gefa fyrir því málefnalegar ástæður, svo sem ofnæmi, ofsahræðslu eða annað slíkt.

Frumvarpið í heild sinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×