Innlent

Áhöfnin á Þór hafnar alfarið kvótapottum

Áhöfn frystitogarans Þórs frá Hafnarfirði hafnar því í sameiginlegri yfirlýsingu, að kvóti sé fluttur af skipi þeirra og settur í potta sem stjórnmálamenn geta notað til að kaupa sér velvild með að úthluta þeim meðal annars til manna, sem leiðist í sumarfríinu.

Þetta sé atlaga að afkomu þúsunda atvinnusjómanna og fjölskyldna þeirra, segja sjómenn á Þór HF.

Yfirlýsing þeirra er í takt við það sem heyrst hefur frá forystu Sjómannasambandsins og taalið er að geti tafið fyrir kjarasamningum, sem enn er ólokið við sjómenn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×