Innlent

Brotist inn í bakarí

Brotist var inn í bakarí við Grensásveg og þaðan stolið skiptimynt úr opnum peningakössum, eða sjóðsvélum.

Þjófurinn, sem braut rúðu í útihurð til að komast inn, komst undan og er ófundinn. Margir verslanaeigendur skilja peningakassana eftir opna á næturnar til að þjófar brjóti þá ekki upp og eyðileggi þá, en kassarnir þykja dýrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×