Innlent

Forsetinn kominn með undirskriftirnar - gefur ekkert upp

Forsvarsmenn undirskriftasöfnunarinnar á Kjosum.is hafa afhent Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftir rúmlega 37 þúsund einstaklinga sem skora á forsetann að skrifa ekki undir Icesave-frumvarpið og vísa því í dóm þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar lét ekkert uppi um hvort hann hyggst samþykkja frumvarpið eða efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hann sagðist þó reikna með að taka sér nokkra daga til að taka ákvörðun.

Forsvarsmenn söfnunarinnar tilkynntu við afhendinguna að þeir hefðu fengið Miðlun til að hringja í hluta þeirra sem skráðir eru á listann. Ekki hefðu allir svarað en enginn sem hringt var í neitaði því að hafa sett nafn sitt á listann. Sem kunnugt er hefur söfnunin verið gagnrýnd fyrir að fólk getur ekki flett því upp hvort það sjálft er skráð á listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×