Innlent

Sprengjugengið með litasjónhverfingar

Sprengjugengið er djarfur hópur efnafræðinema við Háskóla Íslands
Sprengjugengið er djarfur hópur efnafræðinema við Háskóla Íslands Mynd: HÍ
Sprengjugengi Háskóla Íslands verður með fjórar sýningar í Háskólabíói á morgun í tilefni af aldarafmæli skólans.

Þegar Sprengjugengið er á ferðinni upplifa áhorfendur ótrúlegar litasjónhverfingar, óvenjulegar gastegundir á sveimi og ógurlegar sprengingar sem kitla hlustirnar.

Sýningarnar núna eru með stærra móti enda fagnar Sprengjugengið ári efnafræðinnar og auðvitað aldarafmæli Háskóla Íslands.

Sýningar sprengjugengisins eru fyrir alla á meðan húsrúm leyfir og er ókeypis aðgangur.Mynd: HÍ
Færri komust að en vildu í fyrra á sýningar Sprengjugengisins og verða þær því tvöfalt fleiri í ár með ljósgangi, litadýrð og sprengingum klukkan 12:00, 13:00, 14:00 og 15:00.

Sprengjugengið er djarfur hópur efnafræðinema við Háskóla Íslands sem vakið hefur landsathygli fyrir háskalegar efnafræðisýningar á heimsmælikvarða.

Sérfræðingarnir í Sprengjugenginu eru þekktir fyrir að skapa efnabrellusýningar sem láta áhorfendur gjarnan gapa af undrun.

Sýningar sprengjugengisins eru fyrir alla á meðan húsrúm leyfir og er ókeypis aðgangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×