Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2011 15:15 Janez Vrenko boðinn velkominn í Þór. Mynd/Heimasíða Þórs Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að „deyja fyrir klúbbinn" skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. Það var fátt um fína drætti í leiknum í dag. Framan af leik var lítið um færi og hreint yfir afar lítið um að vera. Almarr Ormarsson átti þokkalegt skot af 25 metra færi sem Srdjan Rajkovic varði auðveldlega og hinum megin komst Sveinn Elías Jónsson í þokkalegt færi en skotið af varnarmanni í hornspyrnu. Það var einmitt upp úr hornspyrnu sem fyrsta og eina mark leiksins kom. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu frá vinstri inn á teiginn þar sem Slóveninn Janez Vrenko var á auðum sjó rétt fyrir utan markteig og stangaði knöttinn í netið óverjandi fyrir Ögmund í marki Fram. Fyrsta mark Þórsara í efstu deild síðan 2002 en ótrúlegt að Vrenko hafi verið einn og óvaldaður svo nærri marki. Framarar hresstust aðeins í kjölfar marksins og Halldór Hermann Jónsson átti hörkuskot sem Rajkovic gerði vel í að verja. Þórsarar því marki yfir þegar gengið var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn var eign Framara og greinilegt að Þórsarar ætluðu að halda fengnum hlut. Arnar Gunnlaugsson var færður í stöðu fremsta manns í stað Englendingsins Mark Redshaw sem hafði átt í miklu basli í fyrri hálfleiknum og var tekinn útaf í hálfleik fyrir Andra Júlíusson. Þrátt fyrir að Framarar héldu boltanum vel og kæmust ítrekað í góða stöðu til þess að senda fyrir náðu þeir ekki að skapa sér mörg dauðafæri. Alltaf voru baráttuglaðir Þórsarar fyrri til boltans. Bestu færi Framara í hálfleiknum fengu miðverðirnir Kristján Hauksson og Jón Guðni Fjóluson. Um miðjan hálfleikinn féll boltinn fyrir fætur Kristjáns eftir aukaspyrnu en fyrirliðinn sneiddi boltann í slánna og yfir. Skömmu fyrir leikslok átti svo Jón Guðni fallega aukaspyrnu rétt utan teigs sem small í þverslánni sem betur fer fyrir Rajkovic markvörð Þórsara sem stóð frosinn á línunni. Rajkovic virkaði mjög óöruggur í aðgerðum sínum í marki Þórs í dag og ótrúlegt að Framarar hafi ekki náð að nýta sér það til þess að pota inn marki. Það sem eftir lifði leiks reyndu Framarar árangurslaust að finna glufur á vörn Þórs sem hentu sér fyrir hvern einasta bolta ákveðnir í að taka stigin með sér heim í rútunni í þetta skiptið. Þórsarar fögnuðu stigunum þremur vel og innilega í leikslok en Framarar gengu af velli daprir í bragði. Vert er að minnast á Mjölnismenn, stuðningsmenn Þórsara, sem halda áfram að vekja athygli. Þeir kaffærðu áhangendum Framara í stúkunni og nutu góðs af strákum úr 5. flokki Þórs sem voru í höfuðborginni í æfingaferð um helgina. Fram–Þór Akureyri 0-1 - tölfræðin í leiknum0-1 Janez Vrenko (30.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1037 Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10–5 (2-4)Varin skot: Ögmundur 3 – Rajkovic 2Hornspyrnur: 12–7Aukaspyrnur fengnar: 16–5Rangstöður: 1–2Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 5 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 4 (75., Guðmundur Magnússon -) Kristinn Ingi Halldórsson 4 (64., Tómas Leifsson 4) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 Almarr Ormarsson 5 Mark Redshaw 3 (46., Andri Júlíusson 5)Þór Akureyri (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 5 Atli Jens Albertsson 6 Þorsteinn Ingason 6 Alexander Linta 5 (68., Ingi Freyr Hilmarsson 5)Janes Vrenko 7 - maður leiksins Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 5 Sigurður Marínó Kristjánsson 6 (86., Baldvin Ólafsson-) Sveinn Elías Jónsson 5 (72., Ármann Pétur Sævarsson 5) Jóhann Helgi Hannesson 5 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. 7. maí 2011 15:00 Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. 7. maí 2011 15:15 Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag. "Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði.“ 7. maí 2011 19:16 Hreinn: Við kunnum alveg fótbolta þótt við búum á Akureyri Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari Þórs var kampakátur með sigur sinna manna gegn Fram. Fyrir leikinn átti hann allt eins von á því að liðið tæki þrjú stig í Laugardalnum. 7. maí 2011 19:10 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að „deyja fyrir klúbbinn" skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. Það var fátt um fína drætti í leiknum í dag. Framan af leik var lítið um færi og hreint yfir afar lítið um að vera. Almarr Ormarsson átti þokkalegt skot af 25 metra færi sem Srdjan Rajkovic varði auðveldlega og hinum megin komst Sveinn Elías Jónsson í þokkalegt færi en skotið af varnarmanni í hornspyrnu. Það var einmitt upp úr hornspyrnu sem fyrsta og eina mark leiksins kom. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu frá vinstri inn á teiginn þar sem Slóveninn Janez Vrenko var á auðum sjó rétt fyrir utan markteig og stangaði knöttinn í netið óverjandi fyrir Ögmund í marki Fram. Fyrsta mark Þórsara í efstu deild síðan 2002 en ótrúlegt að Vrenko hafi verið einn og óvaldaður svo nærri marki. Framarar hresstust aðeins í kjölfar marksins og Halldór Hermann Jónsson átti hörkuskot sem Rajkovic gerði vel í að verja. Þórsarar því marki yfir þegar gengið var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn var eign Framara og greinilegt að Þórsarar ætluðu að halda fengnum hlut. Arnar Gunnlaugsson var færður í stöðu fremsta manns í stað Englendingsins Mark Redshaw sem hafði átt í miklu basli í fyrri hálfleiknum og var tekinn útaf í hálfleik fyrir Andra Júlíusson. Þrátt fyrir að Framarar héldu boltanum vel og kæmust ítrekað í góða stöðu til þess að senda fyrir náðu þeir ekki að skapa sér mörg dauðafæri. Alltaf voru baráttuglaðir Þórsarar fyrri til boltans. Bestu færi Framara í hálfleiknum fengu miðverðirnir Kristján Hauksson og Jón Guðni Fjóluson. Um miðjan hálfleikinn féll boltinn fyrir fætur Kristjáns eftir aukaspyrnu en fyrirliðinn sneiddi boltann í slánna og yfir. Skömmu fyrir leikslok átti svo Jón Guðni fallega aukaspyrnu rétt utan teigs sem small í þverslánni sem betur fer fyrir Rajkovic markvörð Þórsara sem stóð frosinn á línunni. Rajkovic virkaði mjög óöruggur í aðgerðum sínum í marki Þórs í dag og ótrúlegt að Framarar hafi ekki náð að nýta sér það til þess að pota inn marki. Það sem eftir lifði leiks reyndu Framarar árangurslaust að finna glufur á vörn Þórs sem hentu sér fyrir hvern einasta bolta ákveðnir í að taka stigin með sér heim í rútunni í þetta skiptið. Þórsarar fögnuðu stigunum þremur vel og innilega í leikslok en Framarar gengu af velli daprir í bragði. Vert er að minnast á Mjölnismenn, stuðningsmenn Þórsara, sem halda áfram að vekja athygli. Þeir kaffærðu áhangendum Framara í stúkunni og nutu góðs af strákum úr 5. flokki Þórs sem voru í höfuðborginni í æfingaferð um helgina. Fram–Þór Akureyri 0-1 - tölfræðin í leiknum0-1 Janez Vrenko (30.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1037 Dómari: Kristinn Jakobsson 8Skot (á mark): 10–5 (2-4)Varin skot: Ögmundur 3 – Rajkovic 2Hornspyrnur: 12–7Aukaspyrnur fengnar: 16–5Rangstöður: 1–2Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 5 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 Halldór Hermann Jónsson 5 Jón Gunnar Eysteinsson 4 (75., Guðmundur Magnússon -) Kristinn Ingi Halldórsson 4 (64., Tómas Leifsson 4) Arnar Bergmann Gunnlaugsson 6 Almarr Ormarsson 5 Mark Redshaw 3 (46., Andri Júlíusson 5)Þór Akureyri (4-3-3) Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 5 Atli Jens Albertsson 6 Þorsteinn Ingason 6 Alexander Linta 5 (68., Ingi Freyr Hilmarsson 5)Janes Vrenko 7 - maður leiksins Gunnar Már Guðmundsson 5 Atli Sigurjónsson 5 Sigurður Marínó Kristjánsson 6 (86., Baldvin Ólafsson-) Sveinn Elías Jónsson 5 (72., Ármann Pétur Sævarsson 5) Jóhann Helgi Hannesson 5
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. 7. maí 2011 15:00 Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. 7. maí 2011 15:15 Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag. "Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði.“ 7. maí 2011 19:16 Hreinn: Við kunnum alveg fótbolta þótt við búum á Akureyri Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari Þórs var kampakátur með sigur sinna manna gegn Fram. Fyrir leikinn átti hann allt eins von á því að liðið tæki þrjú stig í Laugardalnum. 7. maí 2011 19:10 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. 7. maí 2011 15:00
Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. 7. maí 2011 15:15
Daði: Boltinn fór einfaldlega ekki inn Reynsluboltinn Daði Guðmundsson var í liði Framara sem sigraði Þór síðast þegar liðin mættust í efstu deild sumarið 2002. Daði var á skotskónum í þeim leik en gleymdi líkt og félagar sínir að reima á sig skotskóna í dag. "Við héldum boltanum líklega 80 prósent af leiknum. Fengum sextán horn, óteljandi krossa, nokkrar aukaspyrnur fyrir utan teig úr góðum færum en boltinn fór einfaldlega ekki inn. Það var það sem vantaði.“ 7. maí 2011 19:16
Hreinn: Við kunnum alveg fótbolta þótt við búum á Akureyri Hreinn Hringsson aðstoðarþjálfari Þórs var kampakátur með sigur sinna manna gegn Fram. Fyrir leikinn átti hann allt eins von á því að liðið tæki þrjú stig í Laugardalnum. 7. maí 2011 19:10