Saksóknari telur líkur á sakfellingu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 7. maí 2011 18:53 Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós. Landsdómur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Saksóknari Alþingis segir líklegt að Geir H.Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi. Hann verður ákærður í næstu viku. Ákæruskjalið sjálft er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran sjálf er tvær blaðsíður en henni munu fylgja talsvert af skjölum, tölvupóstum, skýrslum og gögn frá Rannsóknarnefnd Alþingis og fleira. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir málið hafa tekið talsverðan tíma en ákveðið var að höfða mál gegn Geir í september á síðasta ári. „Þetta hefur náttúrlega verið heilmikil vinna en síðan tafðist gagnaöflunin dálítið þegar við þurftum að leita til dómstóla," segir Sigríður. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur verður Geir stefnt fyrir Landsdóm og er búist við að málið verði þingfest í byrjun júní. Þá verður hægt að taka málið fyrir og gögnin lögð fram sem og ákæran. Um fimmtíu vitni verða kölluð til vegna málsins, þeirra á meðal margir þekktir einstaklingar. Verjandi Geirs mun einnig leggja fram vitnalista. Sigríður segir að ekki verði kölluð til erlend vitni á þessu stigi málsins. En verða réttarhöldin löng? „Fjörtíu fimtíu vitni og skýrsla af ákærða tekur náttúrlega sinn tíma og síðan er það málflutningurinn þannig að þetta tekur meiri tíma en hefðbundið sakamál, vika, tvær, þrjár, það er svolítið erfitt að segja til um það," segir Sigríður. En telur Sigríður líkur á að Geir verði sakfelldur? „Að segja til um líkur á sakfellingu er svolítið erfiðara í þessu máli en þeim málum sem ég á að venjast allavega, en svona miðað við það sem maður er búinn að afla gagna og fara yfir þá telur maður nú líkurnar ágætar að dómurinn komast að þeirri niðurstöðu en það er náttúrlega bara hans að meta og óeðlilegt í rauninni að ég sé að fjalla um það, en svona alls ekki fjarlægt að það sé hægt að sakfella fyrir eitthvað í þessu máli að mínu mati," segir Sigríður. Andri Árnason, verjandi Geirs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að búast mætti við að frávísunarkrafa verði lögð fram, en ákvörðunin verður tekin þegar öll gögn hafa litið dagsins ljós.
Landsdómur Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira