Lífið

Ásgeir Kolbeins skoðar kaup á Dubliner

Ásgeir Kolbeinsson hyggst færa út kvíarnar og skoðar kaup á The Dubliner. Hann og Styrmir Þór Bragason athafnamaður hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna í kringum rekstur nýs veitingastaðar.Fréttablaðið/Vilhelm
Ásgeir Kolbeinsson hyggst færa út kvíarnar og skoðar kaup á The Dubliner. Hann og Styrmir Þór Bragason athafnamaður hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna í kringum rekstur nýs veitingastaðar.Fréttablaðið/Vilhelm
Ásgeir Kolbeinsson hyggst kaupa veitingastað í hjarta miðborgarinnar í samstarfi við athafnamanninum Styrmi Þór Bragason. Þetta verður þá annar staðurinn sem þeir eiga, en þeir félagar eiga og reka veitinga- og skemmtistaðinn Austur við Austurstræti 7. Ásgeir og Styrmir Þór hafa stofnað hlutafélagið Gulleyjuna um rekstur veitingastaðarins.

Ásgeir staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið en vildi ekki tjá sig um hvaða staður það væri sem hann og Styrmir væru að kaupa. „Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi og við erum ekki búnir að ákveða í hvaða formi þetta verður,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru nokkrir skemmtistaðir til sölu í miðborg Reykjavíkur og einn af þeim stöðum sem Ásgeir og Styrmir renna hýru augu til er The Dubliner í Hafnarstræti. Ásgeir staðfesti að staðurinn væri einn af þeim stöðum sem þeir væru að skoða.

Ásgeir vill samt ekki meina að hann standi fyrir einhverri heimsyfirráðastefnu í miðborginni. „Maður má aldrei verða of stór í þessum bransa, þá er hætt við því að maður missi fókusinn. En það er vissulega gaman þegar góð tækifæri gefast.“ Ásgeir sagði þá félaga ekki vera búna að setja sér nein tímamörk en hann telur að málið gæti skýrst á næsta eina og hálfa mánuðinum.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×