Framfarir hjá Mercedes að mati Rosberg 19. september 2011 16:44 Nico Rosberg ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu. AP mynd: Antonio Calanni Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Formúlu 1 liði Mercedes keppa í Singapúr um næstu helgi, en Rosberg féll úr leik í síðustu keppni á Monza brautinni á Ítalíu á meðan Schumacher náði fimmta sæti. Rosberg hefur þrisvar keppt í Singapúr, en Schumacher keppti þar í fyrsta skipti í fyrra. Þá byrjaði Mercedes að keppa á ný sem Formúlu 1 lið, með þá Rosberg og Schumacher sér til fulltingis. „Ég hlakka til mótsins í Singapúr og þetta er braut sem ég nýt vel. Ég varð í öðru sæti í fyrsta mótinu 2008, þannig að ég á góðar minningar frá þeirri mótshelgi", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes. Rosberg segir Singapúr borgina frábæra og hann reynir alltaf að verja tíma þar eftir keppnina með vinum sínum. „Það er gaman að aka sjálfa brautina og er ögrandi verkefni. Það þarf mikla einbeitingu vegna eðli brautarinnar og hún er mjó og afgirt. Eins og alvöru götubraut. Við höfum tekið framfaraskref í síðustu mótum og ég vona að við getum nýtt okkur það á ný í Singapúr", sagði Rosberg. Schumacher kvaðst hafa notið þess vel að keppa í Singapúr í fyrra og að keyra á óvenjulegum tímum, en kappaksturinn fer fram á flóðlýstri braut. „Götubrautin er skemmtileg og nokkuð krefjandi. Það er frábært að áhorfendur komast svo nálægt bílunum á brautinni á götum borgarinnar og sjá alvöru sjónarspil", sagði Schumacher. „Við náðum hagstæðum úrslitum í tveimur síðustu mótunum í Evrópu, á Spa og Monza. Það munu allir leggjast á eitt að ná í stigasæti í mótum í Asíu og í mótum á fjarlægum stöðum", sagði Schumacher, en sex mót eru enn eftir að keppnistímabilinu í ár. Keppt verður í Singapúr um næstu helgi og eftir það verður keppt í Japan, Suður Kóreu, Indlandi, Abu Dhabi og Brasilíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira