Innlent

Dreifing bóluefnisins er hafin

Bóluefnið er fyrirbyggjandi og því þarf að bólusetja stúlkur áður en þær hefja kynmök.
Bóluefnið er fyrirbyggjandi og því þarf að bólusetja stúlkur áður en þær hefja kynmök.
Dreifing á bóluefni gegn HPV, sem getur valdið leghálskrabbameini, hófst fyrir helgi. Í framhaldi af því hefst almenn bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk grunnskóla. Framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bólusett verður með bóluefninu Cervarix og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili.

HPV er skammstöfun fyrir Human Papilloma Virus, sem er algeng veira, einkum meðal ungs fólks, og smitast auðveldlega við kynmök. Talið er að um áttatíu prósent þeirra sem stunda kynlíf smitist af veirunni einhvern tímann á ævinni, en veiran hefur margar undirtegundir sem geta valdið kynfærasjúkdómum. Í flestum tilfellum hverfur veiran úr líkamanum af sjálfu sér, en sumar tegundir hennar geta valdið viðvarandi forstigsbreytingum í leghálsi sem með tímanum geta orðið að leghálskrabbameini, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni.

HPV-bóluefnið er fyrirbyggjandi og því þarf að bólusetja stúlkur áður en þær hefja kynmök.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×