Handbolti

Atli: Ég verð að fara í gamlar æfingabækur

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er alls ekki staðan sem við vildum vera í eftir tvo leiki," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tapið gegn FH í kvöld.

„Þetta er stundum bara stöngin út stöngin inn og það er hreinlega bara munurinn á þessum liðum í dag, en ég er samt hrikalega ánægður með mitt lið í kvöld. Við börðumst alveg eins og ljón allan tíman og gáfumst aldrei upp".

Atli Hilmarsson þekkir þessa stöðu vel en árið 2002 lenti KA 2-0 undir gegn Val undir hans stjórn, en urðu á endanum Íslandsmeistarar.

„Ég sagði við liðið árið 2002, eftir leik tvö, að þetta væri alveg hægt og menn þyrftu bara að hafa trú á verkefninu, en það er það nákvæmlega sama og ég sagði við strákana inn í klefa áðan," sagði Atli Hilmarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×