Erlent

Katrín í hvítum kjól frá hönnuði Alexander McQueen

Brúðarkjóll Katrínar Middleton er fílabeinshvítur og blúndum skreyttur. Brúðurin var sérlega glæsileg þegar hún gekk inn kirkjugólfið í kjól sem hönnuður Alexander McQueen hannaði, Sarah Burton. Sögusagnir höfðu verið uppi fyrir brúðkaupið um að Burton hannaði kjólinn en hún vísaði öllu slíku á bug enda mátti ekkert láta uppi um kjólinn fyrr en í athöfninni sjálfri.

Katrín bar litla kórónu sem drottningin lánaði henni, en kórónan er frá árinu 1936 og hefur verið kölluð „geislabaugurinn" frá Cartier.



Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér á Vísi.



Þeir sem vilja fylgjast með í gegn um snjallsíma fylgjast með hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×