Erlent

Auðveld skotmörk í opnum hestvagni

Óli Tynes skrifar
Vilhjálmur og Kate
Vilhjálmur og Kate
Það verður líklega um korter yfir ellefu að íslenskum tíma sem taugar öryggissveita í Lundúnum þenjast til hins ítrasta. Þá lýkur kirkjuathöfninni í brúðkaupi þeirra Vilhjálms og Kate og við tekur ferð í opnum hestvagni frá Westminster Abbey til Buckingham hallar.

Brúðhjónin komu til kirkjunnar í brynvörðum bílum en að giftingunni lokinni er Kate orðin prinsessa og því er dreginn fram hestvagn. Í opnum hestvagni eru þau auðveld skotmörk. Það bætir ekki úr skák að leiðin sem þau fara hefur verið rækilega auglýst.

Öryggisráðstafanir eru náttúrlega gríðarlegur. Til dæmis eru leyniskyttur frá bæði her og lögreglu á öllum húsþökum og þúsundir óeinkennisklæddra her- og lögreglumanna hafa blandað sér í mannfjöldann. Engu að síðar munu menn anda léttar þegar þessari kortérs hestvagnaferð lýkur og hjónin eru komin inn í Buckingham höll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×