Menning

Ég man þig slær í gegn í Þýskalandi

Yrsa Sigurðardóttir.
Yrsa Sigurðardóttir.
Spennusagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er nú í fimmtu viku á þýska kiljulistanum en bókin hefur setið þar frá því að hún kom út í lok september.

Bókin situr í 23. sæti listans og hefur aldrei farið hærra. Listinn mun birtast í vikuritinu Spiegel næstkomandi mánudag. Hrollvekja Yrsu virðist því leggjast jafn vel í Þjóðverja og Íslendinga, en bókin hefur verið samfleytt á metsölulista Eymundssonar frá því að hún kom út fyrir tæpu ári.

Ég man þig vann Blóðdropann, Íslensku glæpasagnaverðlaunin, og verður framlag Íslands til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna, á næsta ári.- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×