Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur 26. október 2011 04:30 Rándýrt tæki Þegar rætt var um samstarfið á fyrstu stigum þess árið 2007 voru einkum tvær þyrlutegundir nefndar til sögunnar sem mögulegur kostur. Önnur var AgustaWestland EH1 og hin Sikorsky S-92. Sú síðari sést hér á myndinni. Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson Fréttir Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson
Fréttir Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira