Fótbolti

Levante tók toppsætið af Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Mesut Ozil misstu toppsætið til Levante í kvöld.
Cristiano Ronaldo og Mesut Ozil misstu toppsætið til Levante í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid hélt toppsætinu aðeins í sólarhring þótt að Barcelona hafi tapað stigum í gær. Levante er kominn á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 3-0 útisigur á Villarreal í kvöld.

Levante, sem er fátækasta lið spænsku úrvalsdeildarinnar er enn taplaust og hefur unnið 6 af fyrstu 8 leikjum sínum. Liðið er með 20 stig, einu stigi meira en Real Madrid og tveimur stigum meira en Barcelona.

Juanlu Gomez, 31 árs miðjumaður liðsins, skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og framherjinn Arouna Kone, sem er landsliðsmaður Fílbeinsstrandarinnar, skoraði seinna markið í upphafi seinni hálfleiks. Skyndisóknir Levante fóru illa með Villarreal-liðið í þessum leik.

Levante spilaði í b-deildinni fyrir tveimur árum en liðið endaði í 14. sæti í deildinni í fyrra. Liðið hefur þegar unnið sigra á Real Madrid og Malaga á þessum tímabili og þjálfarinn Juan Ignacio Martínez er að gera frábæra hluti með liðið sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×