Hæstiréttur staðfestir ógildingu á synjun Svandísar 10. febrúar 2011 16:48 Mynd/Valli Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt. Hún áfrýjaði málinu í október á síðasta ári eftir að hún tapaði í héraði. Þá sagði hún ástæðuna vera þá að hún vildi skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipulagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóahreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samningnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstillagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar á síðasta ári neitaði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjunina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að framkvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipulagsvinnu. Svandís sagði dóminn ekki hafa verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað í þegar Fréttablaðið ræddi við hana á síðasta ári. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf." Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitarfélaga komi úr almennum sjóðum svo almannahagsmunum sé ekki ógnað með þrýstingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun, er ógilt. Hún áfrýjaði málinu í október á síðasta ári eftir að hún tapaði í héraði. Þá sagði hún ástæðuna vera þá að hún vildi skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipulagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóahreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samningnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstillagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar á síðasta ári neitaði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjunina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að framkvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipulagsvinnu. Svandís sagði dóminn ekki hafa verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað í þegar Fréttablaðið ræddi við hana á síðasta ári. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf." Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitarfélaga komi úr almennum sjóðum svo almannahagsmunum sé ekki ógnað með þrýstingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipulagslögum, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipulagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira