Innlent

Þarf að sniðganga Bandaríkin til þess að fara til Kanada

Valur Grettisson skrifar
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.

Þingkona Hreyfingarinna, Birgitta Jónsdóttir, er á leiðinni til Kanada, sem hún heldur ræðu á ráðstefnu stofnunnar sem heita Samara. Þar mun hún kynna IMMI verkefnið (Icelandic Modern Media Initiative).

IMMI snýst um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Þannig megi til dæmis styðja betur við rannsóknarblaðamennsku, stuðla að gegnsæi og vinna gegn spillingu. Þingsályktunartillaga þar að lútandi var einróma samþykkt á Alþingi þann í júní á síðasta ári.

Birgitta segir á Facebook-síðu sinni að hún verði að ferðast í gegnum London til þess að komast til Kanada en bandarísk yfirvöld hafa krafist allra upplýsinga um Birgittu á samskiptasvæðinu Twitter.

Krafa bandarískra yfirvalda hafa hleypt illu blóði í þau íslensku en Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur kallað Luis E. Arreaga, sendiherra Bandríkjanna hér á landi, á fund til sín í dag, þar sem Össur ætlar að ræða við hann um kröfu bandarískra yfirvalda.






Tengdar fréttir

Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt

Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag.

Ólíðandi að vera sett undir hatt glæpamanns

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar býst við að bandarísk stjórnvöld hafi óskað eftir gögnum um hana af fleiri vefsíðum en Twitter, en þeirri síðu hefur verið stefnt til að afhenda öll gögn um hana.

Bandaríkjamenn vilja upplýsingar um Birgittu

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×