Innlent

Magnús Orri gleymdi líka hagsmunaskráningunni

Erla Hlynsdóttir skrifar
Magnús Orri gleymdi að skrá á vef Alþingis að hann væri formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu
Magnús Orri gleymdi að skrá á vef Alþingis að hann væri formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu
„Takk fyrir ábendinguna. Ég er að kveikja á tölvunni í þessum töluðu orðum til að senda póst á skrifstofu Alþingis og láta uppfæra þetta," segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gleymdi að láta skrá setu sína sem formaður Samtaka um heilsuferðaþjónustu á vef Alþingis þar sem haldið er utan um hagsmunaskráningu þingmanna.

Stutt er síðan fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, hefði gleymt að skrá að hann ætti fjórðungshlut í búvöruversluninni Daðason og Biering ehf. sem rekur vefverslunina Ísbú. Ásmundur Daði hefur nú uppfært skráningu sína.

Skrifstofa Alþings heldur utan um hagsmunaskráningu þingmanna og birtir á vef Alþingis en skráin er byggð á upplýsingum sem alþingismaður sjálfur lætur skrifstofunni í té.

Spurður hvort ástæða sé til að auka aðhald með því að þingmenn standi sig í hagsmunaskráningunni játar Magnús Orri því. „Jú, ég er alveg sammála því. Ég allavega gleymdi mér. Ég vísa ekki ábyrgðinni á neinn annan," segir hann.

Tengill:

Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings.


Tengdar fréttir

Ásmundur skráði á vef en ekki hagsmunaskrá og lét lagfæra

Ásmundur Einar Daðason lét hjá líða að greina frá eign sinni í fyrirtæki sem rekur vefverslun með búvörur í hagsmunaskrá Alþingis, en minnist á fyrirtækið á ferilskrá sinni á vef þingsins. Hann kennir gleymsku um og segist hafa nú látið breyta hagsmunaskrá sinni og setja þar inn upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess.

Gleymdi að greina frá hagsmunatengslum

„Þetta var bara gleymska í mér, ég vona að þetta verði uppfært strax í fyrramálið,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri-Grænna. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Ásmundur Einar stundi atvinnurekstur með þingstörfum og eigi fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×