Innlent

Strákarnir okkar árita plaköt í Kringlunni

Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ungverjum á föstudag og verður hann sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ungverjum á föstudag og verður hann sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Íslenska handboltalandsliðið er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í Svíþjóð sem hefst á fimmtudag. Strákarnir í liðinu ætla samt að gefa sér tíma til að árita plaköt fyrir aðdáendur sína í Kringlunni milli klukkan 15.30 og 16.30 í dag.

Þrír leikmenn liðsins munu árita en þeir verða í bás merktum Stöð 2 Sport á fyrstu hæð Kringlunnar. Þeir verða eflaust umsetnir enda sýndu þeir það og sönnuðu í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum um helgina að þeir eru tilbúnir í slaginn.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Ungverjum á föstudag og verður hann sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þorsteinn J. stýrir umræðum fyrir og eftir alla leiki liðsins í Svíþjóð og eru þættir hans í opinni dagskrá. Hann fær til sín góða gesti og kryfur leikina til mergjar með aðstoð valinkunnra handboltasérfræðinga.

Allir leikir Íslands verða sýndir á Stöð 2 Sport og á HD-rás stöðvarinnar. Hörður Magnússon lýsir leikjum Íslands. Einnig verður sýnt beint frá völdum leikjum annarra liða en alls verða um 30 leikir í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×