Innlent

Símaþjófurinn fundinn: Baðst afsökunar

Erla Hlynsdóttir skrifar

Rekstrarstjóri Bæjarbakarís í Hafnarfirði hefur fjarlægt af YouTube myndband þar sem fullorðinn karlmaður og tveir drengir sjást á upptöku úr eftirlitsmyndavél stela síma. Upplýst hefur verið um hvaða mann er að ræða. Hann hafði sjálfur samband við bakaríið, baðst afsökunar á gjörðum sonar síns og ætlar að koma símanum aftur í réttar hendur.

Starfsfólk bakarísins fékk beiðni frá Umboðsmanni barna um að fjarlægja myndbandið þar sem drengirnir væru ólögráða, ósakhæfir einstaklingar. Var strax orðið við þeirri beiðni.


Tengdar fréttir

Símaþjófnaður í bakaríi: Upptökur úr eftirlitsmyndavél

„GSM síma er stolið af starfsmanni í bakaríi í Hafnarfirði. Fullorðinn karlmaður ásamt tveimur ungum drengjum, koma að versla í bakaríinu. Á borðinu næst myndavélinni var starfsmaður með símann sinn en skyldi hann eftir þegar viðkomandi þurfti að afgreiða viðskiptavin. Notar þá annar drengurinn tækifærið og stelur símanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×