Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu 10. janúar 2011 06:00 Lóð við Þorrasali í Kópavogi var metin á rúmar 230 milljónir króna í efnahagsreikningi byggingafélagsins Innova árið 2007. Enn er í dag er ekkert á lóðinni fyrir utan rafmagnskassa úti í götu. Fréttablaðið/vilhelm VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. Lánveitingar VBS fjárfestingarbanka til fasteignaverkefna námu alls 20 milljörðum króna sem jafngildir um 76 prósentum af heildarútlánum bankans. Meðal stórtækustu viðskiptavina bankans í þessum verkefnum var fyrirtækið Innova, eitt af umsvifamestu byggingarfélögum landsins árið 2007. Forstjóri Innova var Engilbert Runólfsson sem hefur meðal annars afplánað dóma fyrir skjalafals, fíkniefnabrot og fjársvik. Fram hefur komið að Engilbert var einn eigenda að félaginu Ferjuholti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjárfestingarbanka til kaupa á tæplega 200 hektara spildu í landi Laugardæla norðan Selfoss árið 2007. Nú hefur komið á daginn að verkefnin sem fyrirtæki tengd Engilbert komu að voru mun fleiri. Í ársreikningi Innova nam heildarvirði verka í vinnslu tæpum 11,6 milljörðum króna. Engin mannvirki eru á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þá voru þrjár fjölbýlishúsalóðir metnar á rúmar 530 milljónir króna en fasteignamat þeirra nemur í dag um 100 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu en afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra. „Þeir [VBS] voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði," segir Engilbert.- jab Tengdar fréttir Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. Lánveitingar VBS fjárfestingarbanka til fasteignaverkefna námu alls 20 milljörðum króna sem jafngildir um 76 prósentum af heildarútlánum bankans. Meðal stórtækustu viðskiptavina bankans í þessum verkefnum var fyrirtækið Innova, eitt af umsvifamestu byggingarfélögum landsins árið 2007. Forstjóri Innova var Engilbert Runólfsson sem hefur meðal annars afplánað dóma fyrir skjalafals, fíkniefnabrot og fjársvik. Fram hefur komið að Engilbert var einn eigenda að félaginu Ferjuholti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjárfestingarbanka til kaupa á tæplega 200 hektara spildu í landi Laugardæla norðan Selfoss árið 2007. Nú hefur komið á daginn að verkefnin sem fyrirtæki tengd Engilbert komu að voru mun fleiri. Í ársreikningi Innova nam heildarvirði verka í vinnslu tæpum 11,6 milljörðum króna. Engin mannvirki eru á lóðum sem félagið mat á 5,8 milljarða króna. Þá voru þrjár fjölbýlishúsalóðir metnar á rúmar 530 milljónir króna en fasteignamat þeirra nemur í dag um 100 milljónum króna. VBS fjárfestingarbanki tók virkan þátt í fjárfestingum með félaginu en afskrifaði sjö milljarða króna vegna tapaðra útlána árið 2009. Bankinn fór í þrot í fyrra. „Þeir [VBS] voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði," segir Engilbert.- jab
Tengdar fréttir Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30 Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10. janúar 2011 06:30