Tíska og hönnun

Ekki bara ein flík

Ný vara frá hönnunarfyrirtækinu Björg í bú kom nýlega á markaðinn, fjölnota ullarflík sem hefur fengið nafnið Peysuleysi.

Peysuleysi er úr íslenskri ull, hönnuð og framleidd á Íslandi.

Hönnuðirnir segja hugmyndina hafa verið að hanna margar flíkur í einni en hnappagöt og tölur gera það mögulegt að breyta henni í nokkrar tegundir af vestum, ermum, treflum, hettum og fleira.

Peysuleysið er fáanlegt í sex litum og tveimur stærðum og er komið í verslanir, fæst meðal annars í Kirsuberjatrénu, Kraumi Aðalstræti, Textíl - Cafe Loka og Hrím á Akureyri. Nánar má forvitnast um hönnun Bjargar í bú á Facebook-síðu fyrirtækisins. -rat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.