Innlent

Grunur um lungnapest í fé

Lungnapest er lungnabólga í sauðfé og geitum af völdum tiltekinna baktería.
Lungnapest er lungnabólga í sauðfé og geitum af völdum tiltekinna baktería.

Margt bendir til þess að kindur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal hafi veikst af lungnapest. Ekki hefur verið staðfest að um venjulega lungnapest sé um að ræða, samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (Mast).

Ekki eru sjáanleg tengsl milli þeirra bæja þar sem veikin hefur komið upp. Þrjár kindur af fjórum sem krufnar voru af dýralækni voru með einkenni í lungum sem bentu til lungnapestar, en sú fjórða var með einkenni sem ekki eiga skylt við lungnapest. Búið var að gefa kindunum sem drápust sýklalyf og því var ekki hægt að rækta bakteríur frá líffærum úr þeim.

Lungnapest er lungnabólga í sauðfé og geitum af völdum baktería. Þær finnast í efri hluta öndunarfæra á heilbrigðu sauðfé án þess að valda sjúkdómi. Við vissar umhverfisaðstæður, svo sem streitu, þrengsli eða miklar hitabreytingar getur blossað upp sjúkdómur í hjörðum. Einkenni lungnapestar geta verið allt frá því að kindurnar steindrepist fyrir­varalaust til hita, lystarleysis, andnauðar eða mæði.

Mast telur mjög mikilvægt að fá til rannsóknar lungu úr veikum kindum eða kindum sem bráðdrepast. Þær mega ekki hafa verið meðhöndlaðar með sýklalyfjum. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×