Innlent

Auknar efasemdir um ESB innan VG

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG segir að ESB umsóknin verði skoðuð betur á næsta fundi.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG segir að ESB umsóknin verði skoðuð betur á næsta fundi.
„Þetta er náttúrlega upphafsfundur frekar en einhver lokafundur enda eru svona stórmál ekki kláruð á stuttum fundi," segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, um þingflokksfundinn sem fór fram í kvöld.

Ásmundur segir að þær hreinskiptu umræður sem fóru fram hafi verið löngu tímabærar. „Af því að það hefur veirð ágreiningur uppi í veigamiklum málum," segir Ásmundur. Hann nefnir sem dæmi Icesave, ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og fleira.



Evrópusambandsmálin verða skoðuð betur


Ásmundur segir að Evrópusambandsmálið hafi verið rætt af hreinskilni. Málið verði rætt nánar á næstu fundum og farið ítarlegar ofan í það. „Þetta ferli sem er að snúast meira og meira út í aðlögun. Sumir þeirra sem studdu þessa umsókn á sínum tíma eru farnir að hafa efasemdir um hana og telja að það verði að koma henni í annan farveg," segir Ásmundur.

Ásmundur segir að á fundinum hafi verið farið yfir þær kröfur sem Evrópusambandið sé að byrja að setja á hendur Íslendingum og séu að koma betur og betur í ljós. „Meiningin er að fara betur og dýpra ofan í það á næsta fundi," segir Ásmundur Einar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×