Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. september 2011 03:00 finnbogi Jónsson fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann. Fréttir Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
fiskifingur á færibandi Starfsemi Icelandic Group erlendis er umsvifamikil. Fyrirtækið seldi frá sér reksturinn í Frakklandi og Þýskalandi í sumar og vinnur nú að því að losna við annan erlendan rekstur. „Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína hófst í júlí. Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna. Þegar henni lýkur verður búið að selja nánast allar erlendar eignir Icelandic Group. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sex erlend stórfyrirtæki hafi haft hug á að leggja fram tilboð í starfsemi Icelandic Group vestra. Tvö hafi líklega helst úr lestinni á síðustu metrunum. Þau fyrirtæki sem sýndu starfseminni áhuga eru kínverska sjávarútvegssamstæðan Pacific Andes, sem keypti starfsemi Icelandic Group í Frakklandi og Þýskalandi í júní eftir að slitnaði upp úr viðræðum við norræna sjóðinn Triton. Kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods er sömuleiðis í kapphlaupinu um reksturinn. Fyrirtækið bauð í byrjun árs 340 milljónir evra, jafnvirði 52,4 milljarða milljarða króna í allar eignir Icelandic Group utan Íslands. Tilboðinu var ekki tekið. Í gögnum sem Fréttablaðið hefur undir höndum frá einum bjóðenda eru viðraðar áhyggjur af því að í kjölfar sölunnar lokist dyrnar fyrir íslenskan fisk ytra. Finnbogi segir forsvarsmenn Framtakssjóðsins hafa skoðað málin ítarlega með það fyrir augum að tryggja markaðsaðgang fyrir íslenskan fisk í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Icelandic. „Íslenskur fiskur er mjög eftirsóttur og það eru sem betur fer engin teikn á lofti um að það breytist. Þótt sala á íslenskum fiski til Bandaríkjanna hafi minnkað mikið á undanförnum árum verða Bandaríkin áfram mikilvægur markaður fyrir íslenskar fiskafurðir. Icelandic Group mun í samningum við væntanlegan kaupanda leggja mikla áherslu á að íslenskur fiskur hafi greiðan aðgang að þeim dreifileiðum sem Icelandic í Bandaríkjunum ræður yfir,“ segir hann.
Fréttir Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira