Innlent

17 ára piltur í einangrun

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sautján ára pilti sem er grunaður um innbrot og þjófnað á töluverðum verðmætum í Reykjavík. Hann var handtekinn síðustu helgi og daginn eftir úrskurðaður í varðhald til föstudags.

Óheimilt er að úrskurða ungmenni undir átján ára aldri í gæsluvarðhald nema sérstaklega standi á. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum yfir piltinum segir að það sé mat lögreglu að engin önnur úrræði komi til greina eins og rannsóknarhagsmunum sé háttað. Veruleg hætta sé á að pilturinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×