Innlent

Ættleiðingardagar hjá Dýrahjálp Íslands

Kisurnar Malla og Tútsí eru meðal þeirra dýra sem leita heimilis
Kisurnar Malla og Tútsí eru meðal þeirra dýra sem leita heimilis

Kettir, hundar, kanínur og önnur gæludýr af öllum stærðum og gerðum leita nýrra eigenda í Dýraríkinu á morgun þar sem ættleiðingardagar Dýrahjálpar Íslands fara fram.

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem koma dýrum sem misst hafa heimili sín í tímabundið fóstur og reyna að finna fyrir þau ný heimili.

Félagið var stofnað í maí árið 2008 og hefur síðan aðstoðað fjölda dýra við að finna nýja eigendur, en hvorki fleiri né færri en 489 hundar, 564 kettir, 87 kanínur, 16 hamstrar, 44 fuglar, 3 mýs, 56 naggrísir, 6 fiskar og 2 önnur dýr hafa fundið nýjan samastað með hjálp samtakanna.

Á ættleiðingardögunum gefst fólki tækifæri til að skoða dýr í heimilisleit og sjá hvort ekki leynist kisa eða voffi sem gæti orðið hluti af fjölskyldunni. Dýrin ásamt fulltrúum Dýrahjálpar verða í Dýraríkinu í Garðabæ á milli 13:00 til 17:00 á morgun, laugardaginn 8.janúar. En líka er hægt að skoða dýrin á heimasíðu Dýrahjálpar, www.dyrahjalp.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×