Schumacher er vongóður um að geta keppt til sigurs í einhverjum mótum 17. mars 2011 14:59 Michael Schumacher er sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu. Schumacher var fyrst spurður að því hvernig honum finnst að vetraræfingar liðsins hafi gengið. Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á brautum á Spáni í vetur. "Ég hef góða tilfinningu. Liðið hefur unnið hörðum höndum í að útbúa bíl okkar á öllum sviðum, sem þurfti að bæta. Tölvugögnin sem ég hef séð í vetur eru hvetjandi, en við vitum allir að raunveruleikinn milli upplýsinga og þess sem gerist á brautinni getur verið ólíkur", sagði Schumacher. "Sem ökumaður vonast ég auðvitað eftir framfaraskrefi og ég tel að það sé markið sem við höfum náð. Ég treysti því að við getum keppt um verðlaunasæti og ég er vongóður að við getum keppt til sigurs í einhverjum mótum. Af því sögðu, þá munum við aðeins sjá sannleikann þegar keppnistímabilið fer af stað. Ég get vart beðið eftir að komast til Melbourne, til að sjá raunstöðuna." Þetta er annað ár endurkomu þinnar. Hvernig er tilfinning þín í samanburði við hvernig hún var fyrir 12 mánuðum? "Þetta ár líður mér öðruvísi. Í fyrra var allt nýtt, æfingarnar, bíllinn, liðið og skipulagið. Þetta var spennandi, en nokkuð sem ég þurfti að þræða í gegnum. Núna, ári síðar, þá veit ég betur hverju þarf að vinna að. Ég þekki liðið mun betur og vinn með mjög hæfu fólki. Ég nýt þess sem ég er að gera, að vinna með Mercedes og ég hef aldrei séð eftir því að hafa mætt til leiks á ný. Ef það er næsta spurningin þin!." Þú ert búinn að aka þúsundir km með nýjum kerfum um borð í bílnum. Hvaða áhrif hafa þau? "Miðað við mína reynslu, þá geta þessi kerfi haft áhrif. En ekki bara þannig að þú ýtir á takka og komist auðveldlega framúr. Maður verður enn að vera rétt staðsettur og finna rétta augnablikið til að nýta nýjungarnar. Við munum sjá í mótum hvort þetta virkar sem skyldi. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast nýju Pirelli dekkjunum og hvað þarf til að ná sem mestu út úr þeim? "Það eru allir á sömu dekkjum og við munum allir venjast þeim. Vissulega finnum við muninn, en það er það sem gerir þetta spennandi breytingu. Við erum þjálfaðir til að ráða við þær. Lykilinn er að rata á rétta keppnisáætlun og nýta þannig dekkin til fullnustu", sagði Schumacher. Formúla Íþróttir Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Michael Schumacher ekur með Mercedes Formúlu 1 liðinu í ár, eins og í fyrra, en hann mætti til leiks á ný eftir þriggja ára hlé 2010. Í dag segist hann njóta þess að keppa með Mercedes, en keppnislið hans sendi frá sér viðtal við kappann, sem birtist á autosport.com í dag og neðan er hluti þess í lauslegri þýðingu. Schumacher var fyrst spurður að því hvernig honum finnst að vetraræfingar liðsins hafi gengið. Keppnislið í Formúlu 1 æfðu á brautum á Spáni í vetur. "Ég hef góða tilfinningu. Liðið hefur unnið hörðum höndum í að útbúa bíl okkar á öllum sviðum, sem þurfti að bæta. Tölvugögnin sem ég hef séð í vetur eru hvetjandi, en við vitum allir að raunveruleikinn milli upplýsinga og þess sem gerist á brautinni getur verið ólíkur", sagði Schumacher. "Sem ökumaður vonast ég auðvitað eftir framfaraskrefi og ég tel að það sé markið sem við höfum náð. Ég treysti því að við getum keppt um verðlaunasæti og ég er vongóður að við getum keppt til sigurs í einhverjum mótum. Af því sögðu, þá munum við aðeins sjá sannleikann þegar keppnistímabilið fer af stað. Ég get vart beðið eftir að komast til Melbourne, til að sjá raunstöðuna." Þetta er annað ár endurkomu þinnar. Hvernig er tilfinning þín í samanburði við hvernig hún var fyrir 12 mánuðum? "Þetta ár líður mér öðruvísi. Í fyrra var allt nýtt, æfingarnar, bíllinn, liðið og skipulagið. Þetta var spennandi, en nokkuð sem ég þurfti að þræða í gegnum. Núna, ári síðar, þá veit ég betur hverju þarf að vinna að. Ég þekki liðið mun betur og vinn með mjög hæfu fólki. Ég nýt þess sem ég er að gera, að vinna með Mercedes og ég hef aldrei séð eftir því að hafa mætt til leiks á ný. Ef það er næsta spurningin þin!." Þú ert búinn að aka þúsundir km með nýjum kerfum um borð í bílnum. Hvaða áhrif hafa þau? "Miðað við mína reynslu, þá geta þessi kerfi haft áhrif. En ekki bara þannig að þú ýtir á takka og komist auðveldlega framúr. Maður verður enn að vera rétt staðsettur og finna rétta augnablikið til að nýta nýjungarnar. Við munum sjá í mótum hvort þetta virkar sem skyldi. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast nýju Pirelli dekkjunum og hvað þarf til að ná sem mestu út úr þeim? "Það eru allir á sömu dekkjum og við munum allir venjast þeim. Vissulega finnum við muninn, en það er það sem gerir þetta spennandi breytingu. Við erum þjálfaðir til að ráða við þær. Lykilinn er að rata á rétta keppnisáætlun og nýta þannig dekkin til fullnustu", sagði Schumacher.
Formúla Íþróttir Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira