María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2011 14:34 María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“ Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“
Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53