María Lind: Viðbrögð KR-inga alger brandari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. mars 2011 14:34 María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“ Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Hauka, er ekki sátt við niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur. Margrét Kara var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að slá til Maríu Lindar í leik Hauka og KR fyrr í þessum mánuði. Myndband af atvikinu birtist hér á Vísi í dag og má með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Dómarar leiksins ráku Margréti Köru úr húsi í leiknum og kærðu hana fyrir aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Þeim þótti sýnt að Margrét Kara hefði ráðist á Maríu Lind Sigurðardóttur, leikmann Hauka, og að hún hafi sveiflað „útréttri hægri hendi með krepptum hnefa af miklu afli sem lenti harkalega á kjálka leikmanns Hauka þannig að höfuð hans kipptist til og hann féll í gólfið,“ eins og segir í lýsingu dómaranna, Kristins Óskarssonar og Jakobs Árna Ísleifssonar. Niðurstaða aganefndarinnar er sú að Margrét Kara hafi slegið leikmann Hauka í andlitið án nokkurs tilefnis. Samkvæmt reglum KKÍ var henni heimilt að dæma leikmanninn í allt að 3ja mánaða eða tólf leikja bann en komst aganefndin að þeirri niðurstöðu að alvarleiki slíkrar háttsemi kalli á tveggja leikja bann. „Til þess að vera góður íþróttamaður þarf meira til en að vera bara flinkur leikmaður,“ sagði María Lind í samtali við Vísi. „Við hlaupum samhliða og ég veit ekki fyrr en ég fæ högg í andlitið, algjörlega af tilefnislausu. Þetta var alls ekki grófur leikur og hann var mjög vel dæmdur. Lýsing dómara í þeirra skýrslu er mjög góð.“ Hún fór undir læknishendur strax að leiknum loknum og var send í bæði röntgenmyndatöku og sneiðmyndatöku. „Ég var ekki brotin, sem betur fer, en það er líklegt að það hafi blætt inn á kjálkaliðinn. Ég er enn aum í dag en þetta fór betur en á horfðist.“ „Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður og þetta kom mér algjörlega á óvart. Ég veit ekki fyrr en ég fæ kjaftshögg og það algerlega upp úr þurru.“ Hún segist ekki ánægð með niðurstöðu aganefndarinnar en körfuknattleiksdeild Hauka hefur nú ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunardómstóls KKÍ. „Mér finnst allt of létt tekið á þessu og ég er ekki sátt. Það þarf að taka fastar á svona atvikum enda tilefnislaus árás sem á ekkert skylt almennt við íþróttir,“ sagði María Lind. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta er íþróttinni alls ekki til framdráttar.“ Körfuknattleiksdeild KR skilaði inn greinagerð til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þar er því haldið fram að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Leikmaður KR hafði verið stiginn út af leikmanni Hauka og bregst ósjálfrátt við með því að slemba hendinni á móti þegar hún hleypur í vörn. Við það lendir framhandleggur leikmanns KR á leikmanni Hauka.“ Enn fremur er því mótmælt að um að viöbrögð Margrétar Köru hafi ekki verið ósjálfráða enda hafi hún snúið baki í leikmann Hauka. María Lind gefur ekki mikið fyrir þessar skýringar. „Mér finnst þessi viðbrögð frá KR alger brandari og alveg út í hött.“
Körfubolti Tengdar fréttir Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53