Latibær nær til 360 milljóna barna í Kína 17. mars 2011 13:30 Magnús ásamt sendiherra Kína á Íslandi og Júlíusi Hafstein þegar viðurkenningin var afhent í gær. Fréttablaðið/Valli „Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
„Það verður gaman að sjá íþróttaálfinn á kínversku," segir Magnús Scheving, höfundur Latabæjar. Latibær undirritar á næstunni samning við kínversku sjónvarpsstöðina CCTV, sem ætlar að sýna þættina á barnastöð sinni CCTV Kids. Um 360 milljónir barna horfa á hana reglulega. Til samanburðar eru um 90 milljón heimili með sjónvarp í Bandaríkjunum. Búast má við að sýningar á Latabæ hefjist í september í Kína. Sjaldgæft er að erlent barnaefni fái aðgang að kínversku sjónvarpi og er þetta því mikill heiður fyrir Magnús Scheving og Latabæ. Þetta stóra tækifæri kom eftir að Latibær tók þátt í heimssýningunni í Sjanghæ á síðasta ári við frábærar undirtektir. Þar var sýning Latabæjar sú mest sótta af öllum, auk þess sem Magnús heimsótti skóla í borginni ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og borgarstjóra Sjanghæ. „Kínverjar eru vanir að hreyfa sig með morgunleikfimi og svo virðist sem Latibær höfði gríðarlega vel til kínverskra áhorfenda," segir Magnús, sem heimsótti CCTV-stöðina þegar Latibær tók þátt í heimssýningunni. „Þeir höfðu gríðarlegan áhuga strax þegar þeir sáu Latabæ og vildu fá að þýða hann yfir á kínversku," segir hann og reiknar með því að Latibær taki einnig þátt í heilsuátaki í Kína í framtíðinni. „Það sem er spennandi við Kínamarkað er að þetta er ört vaxandi markaður og að fá að stíga sín fyrstu skref þangað er gríðarlega mikilvægt." Latibær fékk í gær viðurkenningu frá fulltrúum heimssýningarinnar í Sjanghæ fyrir framlag sitt til hennar. Latabæ hefur einnig verið boðið á sýninguna World Leisure Expo, sem er tileinkuð heilsu og hreyfingu, í Hangzhou í Kína næsta haust. „Það er ekkert vafamál að heimssýningin hefur skipt okkur Íslendinga miklu máli því við fengum gríðarlega athygli í öllum fjölmiðlum í Kína," segir Júlíus Hafstein hjá utanríkisráðuneytinu, sem afhenti Magnúsi verðlaunin fyrir hönd heimssýningarinnar. „Það er mjög ánægjulegt að þeir skuli viðurkenna Latabæ fyrir framlagið," segir hann og er ánægður með sjónvarpssamninginn. „Þetta er enginn smá markaður sem um ræðir. Það hefur örugglega hjálpað til hvað við komum skemmtilega á óvart á þessari sýningu." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira