Innlent

Opnað fyrir styrki úr Afrekskvennasjóði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Sjóðurinn var stofnaður í janúar 2007 með veglegu framlagi Íslandsbanka, en það er Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem stýrir honum.

Markmiðið með stofnun sjóðsins er að efla afreksstarf kvennaíþrótta og mun virka sem hvatning og stuðningur við íþróttakonur í öllum íþróttagreinum. Stjórn sjóðsins er skipuð þremur konum sem tilnefndar eru af Íslandsbanka og ÍSÍ. Þær eru Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Að þessu sinni hvetur sjóðsstjórn sérstaklega ungar og framúrskarandi íþróttakonur til að sækja um í sjóðinn.

Á síðasta ári bárust yfir 100 umsóknir og námu styrkir sjóðsins í heild 7 milljónum króna, samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka. Fjórir landsliðshópar og þrjár íþróttakonur hlutu styrki auk Frjálsíþróttadeildar ÍR og Ármanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×