Innlent

121 milljón fyrir óbyggt hús

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað dóminn upp.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað dóminn upp.
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., hefur verið dæmt til að greiða Arkitektur.is ehf. ríflega 121 milljón króna vegna hönnunar á ráðhúsi fyrir Reykjanesbæ og höfuð­stöðvar fyrir HS orku. Að auki var eignarhaldsfélagið dæmt til að greiða 3,5 milljónir í málskostnað.

Vinna við hönnun hússins hófst í ársbyrjun árið 2007, en það átti að rísa á Fitjum í Reykjanesbæ. Ekki hafði verið gengið frá formlegum samningi um greiðslur þegar hönnun hófst.

Upphaflega átti byggingin að verða samtals um 7.000 fer­metrar. Það vatt þó upp á sig og lokastærð átti að verða samtals 11.662 fermetrar í tveimur tengdum byggingum. Hinn 6. október 2008 var ákveðið að stöðva vinnu við hönnun hússins vegna erfiðleika við fjár­mögnun verksins. Þá var að mati arkitektastofnunnar, Arkitektur.is ehf, búið að ljúka um 66 prósentum af vinnu við hönnun hússins.

Arkitektastofan krafðist þess að fá greidda rúma 121 milljón króna auk verðbóta og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á þá niðurstöðu. Fasteign hafði áður greitt 118 milljónir vegna verksins. Byggingin hefur enn ekki risið af grunni.

- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×