Söluferlið á Högum á lokasprettinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2011 18:45 Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum. Arion banki hóf söluferlið á Högum hinn 18. október síðastliðinn, en í fyrasta hluta þess var boðinn til sölu 15-29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrirtækinu. Eins og fréttastofa greindi frá í nóvember skiluðu tíu fjárfestar inn óskuldbindandi tilboðum meðal þeirra voru Kea, Auður Capital, sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka, félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32 prósenta hlut í Eimskip, Framtakssjóður Íslands og Saga Fjárfestingarbanki fyrir hönd ótilgreindra fjárfesta.Bandaríkjamennirnir áfram Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komust fjórir hópar áfram í söluferlinu, en aðeins þrjú nöfn hafa fengist staðfest. Það er Framtakssjóður Íslands, bandaríska félagið Yucaipa og sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þó Framtakssjóðurinn, sem bauð í 25 prósenta hlut, ekki framarlega í viðræðunum núna. Að sögn fulltrúa eins af tilboðsgjöfunum verður kaupverðið aldrei undir mörkum sem gera ráð fyrir að 100 prósent hlutafjár í Högum sé átta milljarða króna virði, eða tuttugu milljarðar króna í heildina með yfirtöku skulda. Á félaginu hvíla rúmlega tólf milljarða króna skuldir, en langstærstur hluti upphæðarinnar er hjá Arion banka. Bankinn er þó að búast við mun hærra kaupverði en tuttugu milljörðum króna ásamt yfirtöku skulda og eru því átta milljarðar króna, án skuldanna, töluvert undir því verðbili sem bankinn getur sætt sig við, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. EBITDA Haga-samstæðunnar, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var um fjórir milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.25,7 milljarða króna virði miðað við algenga stuðla Allur gangur á því hvaða stuðull er notaður til að margfalda þá fjárhæð en ef stuðst er við nýjasta uppfærða stuðul fræðimannsins Aswath Damodaran, sem er prófessor í fjármálum við Stern School of Business við New York-háskóla, á verðmæti evrópskra verslanakeðja á sviði matvöru ætti heildarverðmæti 100 prósent hlutafjár í Högum að vera í kringum 25,7 milljarðar króna (6,37*4=25,7), en samkvæmt samantekt hans er 6,37 algengasti margföldunarstuðullinn sem notaður er til að finna verðmæti evrópskra fyrirtækja á sviði matvöru um þessar mundir. Búist er við að Arion banki tilkynni um söluna á Högum á allra næstu vikum. Þó er ekki útilokað að bankinn fresti viðræðum ef þær reynast ekki árangursríkar og selji ekki kjölfestuhlut að þessu sinni, en það er þó talið ólíklegt. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland), en að almenningi standi til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu áður í útboði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka standa þessi áform óhögguð og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll með haustinu fari svo að kjölfestuhlutur verði seldur núna. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19 Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum. Arion banki hóf söluferlið á Högum hinn 18. október síðastliðinn, en í fyrasta hluta þess var boðinn til sölu 15-29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrirtækinu. Eins og fréttastofa greindi frá í nóvember skiluðu tíu fjárfestar inn óskuldbindandi tilboðum meðal þeirra voru Kea, Auður Capital, sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka, félag sem tengist bandaríska fyrirtækinu Yucaipa sem á 32 prósenta hlut í Eimskip, Framtakssjóður Íslands og Saga Fjárfestingarbanki fyrir hönd ótilgreindra fjárfesta.Bandaríkjamennirnir áfram Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komust fjórir hópar áfram í söluferlinu, en aðeins þrjú nöfn hafa fengist staðfest. Það er Framtakssjóður Íslands, bandaríska félagið Yucaipa og sjóður á vegum Stefnis, eignastýringarfélags Arion banka. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þó Framtakssjóðurinn, sem bauð í 25 prósenta hlut, ekki framarlega í viðræðunum núna. Að sögn fulltrúa eins af tilboðsgjöfunum verður kaupverðið aldrei undir mörkum sem gera ráð fyrir að 100 prósent hlutafjár í Högum sé átta milljarða króna virði, eða tuttugu milljarðar króna í heildina með yfirtöku skulda. Á félaginu hvíla rúmlega tólf milljarða króna skuldir, en langstærstur hluti upphæðarinnar er hjá Arion banka. Bankinn er þó að búast við mun hærra kaupverði en tuttugu milljörðum króna ásamt yfirtöku skulda og eru því átta milljarðar króna, án skuldanna, töluvert undir því verðbili sem bankinn getur sætt sig við, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. EBITDA Haga-samstæðunnar, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, var um fjórir milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.25,7 milljarða króna virði miðað við algenga stuðla Allur gangur á því hvaða stuðull er notaður til að margfalda þá fjárhæð en ef stuðst er við nýjasta uppfærða stuðul fræðimannsins Aswath Damodaran, sem er prófessor í fjármálum við Stern School of Business við New York-háskóla, á verðmæti evrópskra verslanakeðja á sviði matvöru ætti heildarverðmæti 100 prósent hlutafjár í Högum að vera í kringum 25,7 milljarðar króna (6,37*4=25,7), en samkvæmt samantekt hans er 6,37 algengasti margföldunarstuðullinn sem notaður er til að finna verðmæti evrópskra fyrirtækja á sviði matvöru um þessar mundir. Búist er við að Arion banki tilkynni um söluna á Högum á allra næstu vikum. Þó er ekki útilokað að bankinn fresti viðræðum ef þær reynast ekki árangursríkar og selji ekki kjölfestuhlut að þessu sinni, en það er þó talið ólíklegt. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland), en að almenningi standi til boða að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu áður í útboði. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka standa þessi áform óhögguð og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll með haustinu fari svo að kjölfestuhlutur verði seldur núna. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19 Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tíu aðilar hafa gert tilboð í Haga Tíu aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafa gert tilboð í smásöluverslanarisann Haga sem er í söluferli hjá Arion banka. Forstjóri Haga nýtur enn trausts til að gegna starfinu þrátt fyrir svimandi háa sekt vegna samkeppnislagabrota. 20. nóvember 2010 13:19
Þrjú á leið í Kauphöllina Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári. 11. nóvember 2010 04:00