Sport

Finnar unnu gullið með stæl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Finnar fagna í kvöld.
Finnar fagna í kvöld. Nordic Photos / AFP
Finnland varð í dag heimsmeistari í íshokkí eftir glæsilegan sigur á Svíum í úrslitaleiknum í dag, 6-1. Mótið fór fram í Bratislava í Slóvakíu.

Markvörðurinn Petri Vehanen fór mikinn í marki Finna og varði 32 skot. Þetta er annað gull Finna frá upphafi en liðið varð síðast heimsmeistari árið 1995.

„Ég neita að trúa því að við munum þurfa að bíða í önnur sextán ár eftir næsta titli,“ sagði Leo Komarov, leikmaður Finna.

Eins og við mátti búast er allt farið á annan enda í Finnlandi enda íshokkílandsliðið í álíka miklum metum og handboltalandsliðið hér á landi.

Svíar komust reyndar yfir í leiknum með marki í öðrum leikhluta. Finnar jöfnuðu áður en honum lauk og skoruðu svo fimm mörk í þriðja og síðasta leikhlutanum.

Tékkar fengu bronsið eftir 7-4 sigur á Rússum fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×