Innlent

Þakkar Íslendingum fyrir stuðning við Aserbaidjan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aserbaidjan fór með sigur af hólmi í keppninni í gær. Mynd/ Getty.
Aserbaidjan fór með sigur af hólmi í keppninni í gær. Mynd/ Getty.
Mig langar að flytja, af öllu minu hjarta, þakkir til allra Íslendinga fyrir stuðning við Aserbadijan i Eurovision 2011, segir Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaidjan. Eins og kunnugt er unnu Aserar keppnina sem fram fór í gær.

Zakír Jón segist hafa fylgst vel með Eurovision þetta árið „Ég er búinn að horfa mjög vel og sjá alla keppnina, undankeppnina og allt saman," segir hann í samtali við Vísi. Hann segist hafa verið ánægður með framlag Asera og sigurinn hafi glatt sig. „Þetta var flott," segir hann.

Zakir Jón Gasanov er ánægður með stuðning Íslendinga við Aserbaidjan. Mynd úr einkasafni.
Zakir Jón segir að tíu Aserar búi á Íslandi. Hann hefur sjálfur búið í um það bil þrettán ár á Íslandi, eða síðan 1998. Hann stofnaði Vináttufélag Íslands og Aserbaidjan fyrir nokkrum árum. Hann segir að sig langi að upplýsa Íslendinga um heimaland sitt og hafi meðal annars verið íslenskum fréttamönnum innan handar við upplýsingaöflun.

Zakir Jón er búsettur á Akureyri og hefur komið víða við í vinnu síðan að hann flutti hingað til lands. Hann hefur meðal annars unnið í byggingarvinnu, við skinnaiðnað og víðar. Nú vinnur hann hjá Mjólkursamsölunni og segist vera sáttur þar.


Tengdar fréttir

Óaðfinnanleg frammistaða

Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið.

Vinir Sjonna í góðri stemningu fyrir lokakvöldið

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Íslendingar munu taka þátt í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Dusseldorf í kvöld. Benedikt Brynleifsson, betur þekktur sem Benni trommari, segir að stemningin fyrir lokakvöldinu sé góð.

Hefði alveg viljað enda ofar

Þórunn Erna Clausen ekkja Sigurjóns Brink sem samdi Eurovision lagið Coming Home segist alveg hafa viljað enda ofar. Hún segir að hópurinn sé engu að síður sáttur með árangurinn. Lagið var í fjórða sæti í undankeppninni og 20. sæti í aðalkeppninni. Þórunn Erna segir tímann framundan líklega verða nokkuð skrýtinn.

Ekki ein feilnóta hjá íslensku strákunum

„Þetta er ótrúlega tvísýn keppni. Svona vil ég hafa Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýrsson, söngvari og einn helsti Eurovision sérfræðingur okkar Íslendinga. „Þetta á að vera spennandi og gjörsamlega óútreiknanlegt og tvísýnt,“ bætir Páll Óskar við. Páll Óskar segist samt hafa tekið eftir því að ótrúlega margir keppendur hafi verið stressaðir og falskir í kvöld. „Sum lögin voru svo illa flutt að maður hreinlega hélt fyrir eyrun stundum,“ segir Páll Óskar. Þetta hafi til dæmis átt við um franska söngvarann.

Stóra stundin nálgast

Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni.

Aserbaídsjan vann - Íslendingar í 20. sæti

Íslendingar urðu í 20. sæti í Eurovision með lagið I´m coming home. Aserar unnu keppnina. Ítalar urðu í öðru sæti og Svíar lentu í því þriðja.

Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison

"Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld.

Vonar að Ísland verði meðal 10 efstu

Eyjólfur Kristjánsson, ein af mestu Eurovision hetjum Íslendinga, segist vona að Íslendingar nái að verða á meðal tíu efstu í Eurovision í kvöld .Hann gerir samt ekki ráð fyrir að strákarnir okkar, eins og vinir Sjonna eru núna kallaðir, muni vinna keppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×