Innlent

Traðkaði á höfði manns fyrir utan Sólon

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atburðurinn átti sér stað fyrir utan Sólon. Mynd/ Pjetur.
Atburðurinn átti sér stað fyrir utan Sólon. Mynd/ Pjetur.
Átta gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um að ung kona hefði ruðst inn á heimili ungrar konu á Völlunum í Hafnarfirði og ráðist á hana. Sú sem ráðist var á hefur kært brotið til lögreglu.

Þá tilkynntu gestir á veitingastaðnum Players í Kópavogi að dyravörður á staðnum hefði tekið harkalega á þeim. Gestirnir hyggjast kæra manninn fyrir líkamsárás. Gestirnir, sem voru tveir, eru ekki alvarlega slasaðir. Einnig urðu stympingar á milli gesta og starfsfólks á veitingastað í Tryggvagötu. Þá er maður sakaður um að hafa trampað ofan á höfði annars manns fyrir utan veitingastaðinn Sólon í miðborg Reykjavíkur. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Lögreglan segist vita hver þarna var að verki.

Þá voru að minnsta kosti þrjú innbrot framin í nótt. Um hálftvö var tilkynnt um innbrot og þjófnað í söluturninum Álfinum í Kópavogi. Þar er talið að starfsfólk hafi gleymt að loka á eftir sér og óboðnir gestir farið inn og tekið sígarettur ófrjálsri hendi. Þá var brotist inn í íbúðahús að Básenda. Tveir menn voru handteknir í bíl á leiðinni af vettvangi og gistu þeir fangageymslur. Þá fór maður óboðinn inn í fyrirtæki að Suðurlandsbraut 16. Hann gisti einnig fangageymslur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×