Erlent

Átök á Gasaströndinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísraelskir hermenn eru sakaðir um að hafa ráðist á Palestínumenn. Mynd/ afp.
Ísraelskir hermenn eru sakaðir um að hafa ráðist á Palestínumenn. Mynd/ afp.
Ísraelskar hersveitir hófu skothríð á hóp Palestínumanna á Gasaströndinni í morgun. Fimmtán særðust í skotárásinni, samkvæmt frásögn fréttastofu BBC af atburðarrásinni. Þá hófu Ísraelar einnig skotárásir á hópa við landamæri Sýrlands og á Gólanhæðum. Þar særðust líka nokkrir. Þá hefur líka skorist í brýnu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Adham Abu Salmiya, heilbrigðisráðherra Palestínumanna, sagði í samtali við Associated Press fréttastofuna að allir þeir sem hefðu orðið fyrir árás á Gasaströndinni væru undir átján ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×