Erlent

Vill auka loftárásir á Líbíu

Heimir Már Pétursson skrifar
Sir David Richards segir að auka þurfi beinar árásir úr lofti. Mynd/ AFP.
Sir David Richards segir að auka þurfi beinar árásir úr lofti. Mynd/ AFP.
Æðsti yfirmaður breska hersins segir Atlantshafsbandalagið verða að auka herstyrk sinn í Líbíu með því að aflétta hömlum sem sett hafa verið á skotmörk í loftárásum.

Hershöfðinginn Sir David Richards segir í samtali við Sunday Telegraph að auka þurfi beinar árásir úr lofti til að til brjóta niður innviði ríkisstjórnar Gaddafís. Hann segir þetta nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að einræðisherrann verði áfram við völd í landinu.

Bretar og önnur ríki hafa varpað sprengjum á ákveðin skotmörk í Líbíu með það fyrir augum að verja líf óbreytta borgara í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Í ályktun ráðsins segir að grípa megi til allra mögulegra aðgerða til að verja líf óbreyttra borgara. Aðrir hershöfðingjar NATÓ-ríkjanna eru hins vegar sagðir deila skoðunum breska hershöfðingjans og vilja setja aukinn slagkraft í árásir á Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×