Innlent

Hálkublettir á Hellisheiði

Vegir á Suðurlandi eru víðast hvar auðir þó eru hálkublettir á Hellisheiði og í uppsveitum. Á Vesturlandi er snjóþekja í Staðarsveit og hálkublettir á Fróðárheiði og frá Ólafsvík að Grundarfirði. Hálka er á Holtavörðuheiði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum eru vegir auðir á láglendi en hálkublettir á heiðum, flughált er á Hrafnseyrarheiði og hálka á Dynjandisheiði. Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Á Austurlandi eru vegir auðir á láglendi en hálka eða hálkublettir á heiðum. Á Suðausturlandi eru hálkublettir frá Lómagnúp að Mýrdalsandi aðrar leiðir eru auðar.

Búast má við slydduéljum víða á Suður- og Vesturlandi í dag, en rigningu í kvöld. Á meðan úrkoma fellur sem slydda, og vegir eru frostkaldir verður hálkumyndun talsverð, einkum á hærri vegum s.s. Hellisheiði og Holtavörðuheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×