Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna 26. ágúst 2011 06:00 Forstjóri Kauphallarinnar segir afar mikilvægt fyrir markaðinn að fjölmiðlar séu gagnrýnir. fréttablaðið/gva Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira