Innlent

Vill ekki sameiningu ráðuneyta

Helgi Magnússon formaður Samtaka Iðnaðarins
Helgi Magnússon formaður Samtaka Iðnaðarins
Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, kveðst mótfallinn því að sameina atvinnuvegaráðuneytin í eitt og tekur undir sjónarmið Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Samtök Iðnaðarins hafa þó hingað til stutt sameiningu ráðuneytana.

Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, ritar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni ,,Loksins sammála Jóni Bjarnasyni." Í greininni kveðst Helgi hafa skipt um skoðun um hvort sameina beri atvinnuvegaráðuneytin í eitt en Samtök Iðnaðarins hafa lengi barist fyrir því. Nú telur Helgi þó tímanna breytta og segir niðurstöðu sína að ekki eigi að fækka ráðuneytum þeirra atvinnugreina sem afla tekna. Hann kveður jafnframt þá sem geta ekki skipt um skoðun og aðlagað sig að breyttum tímum ekki nógu skynsama.

Þá segir Helgi sjávarútveg, landbúnað, iðnað, ferðaþjónustu, verslun og þjónustu afla mikilla tekna og spyr því hvort steypa eigi tekjuöfluninni í eitt ráðuneyti en hafa eyðsluráðuneytin öflugri. Helgi kveðu Samtök Iðnaðarins mótfallin því og leggur til að áfram verði unnið þannig í stjórnkerfinu að atvinnuvegaráðuneytin hafi þrjá fulltrúa við ríkisstjórnarborðið.

Helgi bendir einnig á að atvinnuvegaráðuneyti hljóti að sinna málefnum verslunar og þjónustu og að annað væri ekki boðlegt. Því standi stjórnvöld frammi fyrir því að halda óbreyttu fyrirkomulagi þriggja atvinnuvegaráðuneyta eða þá að færa það niður í eitt sem Helgi telur óráð.

Verði niðurstaðan hins vegar sú að sameina atvinnuvegaráðuneytin kveður Helgi það seinka bata efnahagslífsins því efla þurfi atvinnulífið með ölllum tiltækum ráðum m.a. með góð samstarfi við sérhæfð ráðuneyti atvinnumála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×