Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni 28. nóvember 2011 05:00 Jón segir að þau frumvarpsdrög sem birt voru á vefsíðu ráðuneytis síns á laugardag séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið frumvarp að ræða. Fréttablaðið/GVA Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira