Fúsk og flækjur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. febrúar 2011 09:23 Í flestum vestrænum ríkjum gera menn sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að skattkerfið sé ekki of flókið. Ég var nýlega í Albaníu þar sem erfiðleikarnir eru miklir en hagvöxtur og uppbyggingarstarf eru nú komin á fullan skrið og það þökkuðu heimamenn því að skattkerfið hefði verið einfaldað. En hér, þar sem ómæld tækifæri eru til staðar, er stöðugt verið að auka flækjustig skattkerfisins.Letjandi áhrif á launþega og fyrirtæki Skattahækkanir og auknar flækjur hafa mjög letjandi áhrif á launþega. Menn sjá sér ekki lengur hag í að vinna og framleiða verðmæti. Samfara því eykst svört atvinnustarfsemi til muna. Sú þróun er nú þegar hafin. Hækkun tryggingagjalds dregur úr hvatanum fyrir fyrirtæki til að ráða starfsfólk og skapar aukinn hvata til að draga saman seglin og fækka fólki. Í stað þess að laga skattkerfið að aðstæðum og skapa stöðugleika hafa verið innleiddar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu sem hafa þveröfug áhrif. Almenningur sem hefur mátt þola mikla kjararýrnun er skattpíndur og erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er haldið niðri með skattkerfi sem refsar fyrir uppbyggingu en verðlaunar stöðnun. Á meðan hækka verðtryggðar skuldir jafnt og þétt með hærri sköttum á neysluvörur. Alls staðar eru hvatarnir öfugir og vinna beint gegn heimilunum og fyrirtækjum. Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður um þriðjung, úr 15% í 20%. Tryggingagjald var hækkað úr rúmum 5% upp í hátt í 9%. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var tvöfaldaður, úr 10% í 20%. Þrepaskipting tekjuskatts var tekin upp að nýju og skatthlutfall einstaklinga miðað við hæsta þrep hækkað úr 37,3% í 46,2%. Eignarskattur var tekinn upp að nýju og virðisaukaskattur hækkaður upp í 25,5%. Þá eru enn ótaldar ítrekaðar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, t.d. bensíngjaldi, áfengisgjaldi, tóbaksgjaldi, vörugjöldum o.fl. Afleiðingin er að fólk hefur sífellt minna fé milli handanna til að kaupa sér sífellt dýrari vörur og þjónustu. Þegar hækkanirnar fara yfir ákveðin mörk dregur úr umsvifum í efnahagslífinu einmitt þegar við þurfum að auka þau. Minni neysla þýðir meira atvinnuleysi og aukinn kostnað fyrir ríkið. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna út úr.Fúsk og flækjur Lagasetning ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta og flækja skattkerfið hefur oft verið óvönduð og fljótfærnisleg síðastliðin tvö ár. Lítill tími er gefinn fyrir athugasemdir frá sérfræðingum sem síðan er ekki farið eftir. Sem dæmi um slíkt má nefna tilraun til að skattleggja gengismun á innlánsreikningum í erlendum gjaldmiðlum. Ýmsir ráðgjafar efnahags- og skattanefndar bentu á að ákvæðið væri óframkvæmanlegt en á þá var ekki hlustað. Þegar svo kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér var lögunum breytt. Hins vegar gleymdist þá að taka til baka aðra reglu sem var í mótsögn við nýju leiðréttu regluna, og því ekki útséð með málið enn. Aðrar lagabreytingar hafa byggt á reiknireglum sem fólu í sér stærðfræðilega þversögn eða virka með beinum hætti letjandi á fjárfestingar. Dæmi um þetta er breyting á skattlagningu á eftirgjöf skulda sem leiðir til þess að það borgar sig ekki skattalega fyrir fyrirtæki að fjárfesta í vélum, húsnæði og öðrum fastafjármunum fyrr en eftir árið 2014. Svona fúsk leiðir til þess að maður spyr sig hvort raunverulega sé verið að reyna að halda fjárfestingu niðri? Eftir breytingu á skattalögum árið 2010 var fjölmörgum félögum í eigu erlendra aðila sem stundað hafa alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi slitið. Áætlaðar tapaðar skattgreiðslur vegna þessara fyrirtækja nema 3 milljörðum kr. á ári. Að auki hafa þessi félög keypt þjónustu fyrir umtalsverðar fjárhæðir sem einnig tapast nú úr hagkerfinu. Breytt skattlagning arðs til hluthafa í félögum þar sem þeir starfa sjálfir kemur mjög illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir starfa oft sjálfir. Afleiðingin er sú að fyrirtækin flytja í burtu, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlar eru oft hluthafar. Í stað þeirra eru fyrirtæki stofnuð erlendis og hagnaðurinn skilinn eftir þar. Á þennan hátt hafa skattahækkanir og skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að auka tekjur ríkisins í raun þveröfug áhrif.Lægri skattar = hærri tekjur ríkissjóðs Í skattkerfisgreiningu frá KPMG kemur fram að reynslan frá undanförnum árum og áratugum sýni að í hvert sinn sem skattar voru lækkaðir jukust skatttekjur ríkissjóðs. Verkefnið "Allir vinna" hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið. Þar stendur fólki til boða endurgreiðsla virðisaukaskatts af tilteknum framkvæmdum auk lækkunar tekjuskattsstofns. Verkefnið hefur haft þau áhrif að velta og umsvif hjá iðnaðarmönnum hafa aukist mikið. Því vaknar sú spurning hvort ekki megi yfirfæra þetta verkefni á þjóðfélagið í heild svo umsvif í þjóðfélaginu geti aukist þegar skattar verða lækkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í flestum vestrænum ríkjum gera menn sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að skattkerfið sé ekki of flókið. Ég var nýlega í Albaníu þar sem erfiðleikarnir eru miklir en hagvöxtur og uppbyggingarstarf eru nú komin á fullan skrið og það þökkuðu heimamenn því að skattkerfið hefði verið einfaldað. En hér, þar sem ómæld tækifæri eru til staðar, er stöðugt verið að auka flækjustig skattkerfisins.Letjandi áhrif á launþega og fyrirtæki Skattahækkanir og auknar flækjur hafa mjög letjandi áhrif á launþega. Menn sjá sér ekki lengur hag í að vinna og framleiða verðmæti. Samfara því eykst svört atvinnustarfsemi til muna. Sú þróun er nú þegar hafin. Hækkun tryggingagjalds dregur úr hvatanum fyrir fyrirtæki til að ráða starfsfólk og skapar aukinn hvata til að draga saman seglin og fækka fólki. Í stað þess að laga skattkerfið að aðstæðum og skapa stöðugleika hafa verið innleiddar skattahækkanir og breytingar á skattkerfinu sem hafa þveröfug áhrif. Almenningur sem hefur mátt þola mikla kjararýrnun er skattpíndur og erlendri og innlendri fjárfestingu í atvinnulífinu er haldið niðri með skattkerfi sem refsar fyrir uppbyggingu en verðlaunar stöðnun. Á meðan hækka verðtryggðar skuldir jafnt og þétt með hærri sköttum á neysluvörur. Alls staðar eru hvatarnir öfugir og vinna beint gegn heimilunum og fyrirtækjum. Tekjuskattur lögaðila hefur verið hækkaður um þriðjung, úr 15% í 20%. Tryggingagjald var hækkað úr rúmum 5% upp í hátt í 9%. Fjármagnstekjuskattur einstaklinga var tvöfaldaður, úr 10% í 20%. Þrepaskipting tekjuskatts var tekin upp að nýju og skatthlutfall einstaklinga miðað við hæsta þrep hækkað úr 37,3% í 46,2%. Eignarskattur var tekinn upp að nýju og virðisaukaskattur hækkaður upp í 25,5%. Þá eru enn ótaldar ítrekaðar hækkanir á óbeinum sköttum og gjöldum, t.d. bensíngjaldi, áfengisgjaldi, tóbaksgjaldi, vörugjöldum o.fl. Afleiðingin er að fólk hefur sífellt minna fé milli handanna til að kaupa sér sífellt dýrari vörur og þjónustu. Þegar hækkanirnar fara yfir ákveðin mörk dregur úr umsvifum í efnahagslífinu einmitt þegar við þurfum að auka þau. Minni neysla þýðir meira atvinnuleysi og aukinn kostnað fyrir ríkið. Þetta er vítahringur sem erfitt er að losna út úr.Fúsk og flækjur Lagasetning ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta og flækja skattkerfið hefur oft verið óvönduð og fljótfærnisleg síðastliðin tvö ár. Lítill tími er gefinn fyrir athugasemdir frá sérfræðingum sem síðan er ekki farið eftir. Sem dæmi um slíkt má nefna tilraun til að skattleggja gengismun á innlánsreikningum í erlendum gjaldmiðlum. Ýmsir ráðgjafar efnahags- og skattanefndar bentu á að ákvæðið væri óframkvæmanlegt en á þá var ekki hlustað. Þegar svo kom í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér var lögunum breytt. Hins vegar gleymdist þá að taka til baka aðra reglu sem var í mótsögn við nýju leiðréttu regluna, og því ekki útséð með málið enn. Aðrar lagabreytingar hafa byggt á reiknireglum sem fólu í sér stærðfræðilega þversögn eða virka með beinum hætti letjandi á fjárfestingar. Dæmi um þetta er breyting á skattlagningu á eftirgjöf skulda sem leiðir til þess að það borgar sig ekki skattalega fyrir fyrirtæki að fjárfesta í vélum, húsnæði og öðrum fastafjármunum fyrr en eftir árið 2014. Svona fúsk leiðir til þess að maður spyr sig hvort raunverulega sé verið að reyna að halda fjárfestingu niðri? Eftir breytingu á skattalögum árið 2010 var fjölmörgum félögum í eigu erlendra aðila sem stundað hafa alþjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi slitið. Áætlaðar tapaðar skattgreiðslur vegna þessara fyrirtækja nema 3 milljörðum kr. á ári. Að auki hafa þessi félög keypt þjónustu fyrir umtalsverðar fjárhæðir sem einnig tapast nú úr hagkerfinu. Breytt skattlagning arðs til hluthafa í félögum þar sem þeir starfa sjálfir kemur mjög illa við lítil fyrirtæki, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlarnir starfa oft sjálfir. Afleiðingin er sú að fyrirtækin flytja í burtu, sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki þar sem frumkvöðlar eru oft hluthafar. Í stað þeirra eru fyrirtæki stofnuð erlendis og hagnaðurinn skilinn eftir þar. Á þennan hátt hafa skattahækkanir og skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að auka tekjur ríkisins í raun þveröfug áhrif.Lægri skattar = hærri tekjur ríkissjóðs Í skattkerfisgreiningu frá KPMG kemur fram að reynslan frá undanförnum árum og áratugum sýni að í hvert sinn sem skattar voru lækkaðir jukust skatttekjur ríkissjóðs. Verkefnið "Allir vinna" hefur nú verið í gangi um nokkurt skeið. Þar stendur fólki til boða endurgreiðsla virðisaukaskatts af tilteknum framkvæmdum auk lækkunar tekjuskattsstofns. Verkefnið hefur haft þau áhrif að velta og umsvif hjá iðnaðarmönnum hafa aukist mikið. Því vaknar sú spurning hvort ekki megi yfirfæra þetta verkefni á þjóðfélagið í heild svo umsvif í þjóðfélaginu geti aukist þegar skattar verða lækkaðir.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar