

Er ávinningur endurútreiknings í reynd kominn fram?
Skýrsluhöfundar virðast taka þá afstöðu að horfa fram hjá ákvæðum uppgjörsreglu laga nr. 151/2010 og ætlað var að vera „nákvæm uppgjörsregla“. Telja þeir sýnidæmi það sem sett er fram í greinargerð með lögunum vera ónothæft. Undir það er hægt að taka og sýnir í reynd hversu óvönduð og viðvaningsleg lagasetningin var. Þess í stað taka þeir undir þá aðferðarfræði sem bankarnir völdu til endurútreiknings íbúðarlána, leið sem bankarnir höfðu samráð um að beita. Draga þeir, með óskiljanlegum rökstuðningi, þá ályktun að heimilt sé að vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu. Hvergi er getið um þá heimild í hinni nákvæmu uppgjörsreglu og er vaxtavöxtun í raun í andstöðu við inntak og anda uppgjörsreglunnar. Þetta hafa þingmenn sem komu að setningu laganna staðfest við mig. Beiting vaxtavöxtunar er jafnframt í andstöðu við skoðun Umboðsmanns skuldara og skýrt kom fram á fundi sem undirritaður átti ásamt fleirum með Umboðsmanni skuldara og sérfræðingum hans í byrjun apríl sl.
Í aðferðinni fer höfuðstólsfærsla vaxta fram, fyrr en heimilt er samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu því í lok síðasta útreikningstímabilsins er vöxtum bætt við höfuðstól þrátt fyrir að 12 mánuðir séu ekki liðnir frá síðustu höfuðstólsfærslu vaxta. Engin tilraun er gerð til að leiðrétta það t.d. með afvöxtun þess tímabils. Þetta fæst ekki staðist.
Ekki er annað hægt en að draga í efa niðurstöðu skýrsluhöfunda um að mismunurinn á milli aðferða við útreikning bílalána og húsnæðislána sé líklega 3-5%, eins og segir í skýrslunni. Undirritaður er með í höndum útreikninga á raunverulegum bílasamningi sem tekinn var á árinu 2006 og sýnir 8% mismun á milli aðferða. Munurinn getur hæglega orðið meiri, allt eftir greiðslusögu lánsins. Raunveruleikinn er því annar og bitrari en fræðilegur samanburður út frá fyrirfram gefnum forsendum sem skýrsluhöfundar virðast byggja niðurstöðu sína á. Munurinn er því í besta falli 3-5% á milli aðferða en mun meiri í mjög mörgum tilfella.
Í greinargerðinni er ekki tekið á alvarlegum misbeitingum fjármálafyrirtækjanna í endurútreikningum sínum. Má þar nefna hvernig SP fjármögnun tekur ekki tillit til skilmálabreytinga í ímynduðum lánum sínum eða hvernig Lýsing lætur gjalddaga falla og reiknar þar með ígildi dráttarvaxta á tímabili sem fyrirtækið tók einhliða ákvörðun um að stöðva innheimtu á. Þá er ekki leitast við að svara spurningum eins og hvers vegna Íslandsbanki beitir annarri aðferð við útreikning bílalána en íbúðarlána. Eða hvers vegna SP fjármögnun, 100% dótturfélag Landsbankans, beitir annarri reikniaðferð en móðurfélagið. Jafnframt er ekki velt vöngum yfir endurreikningi vaxta sem ná lengra aftur í tímann en fjögur ár, eins og bankarnir eru að framkvæma, en samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er óheimilt að endurreikna.
Greinargerðin hefur í reynd ekkert nýtt fram að færa og ef niðurstöður hennar eru réttar þá gera þær ekki annað en að styrkja þá skoðun að lögin voru ekki sett til handa lánþegum heldur til að vernda hagsmuni fjármálafyrirtækjanna og þar með er staðfest að þeim er heimilt að ganga lengra í vaxtaútreikningi sínum en vaxtalögin heimiluðu fyrir setningu laga nr. 151/2010. Flestir þeir sem tóku gengisbundin lán, sér í lagi til húsnæðiskaupa, standa mun verr eftir þennan endurútreikning en ef þeir hefðu tekið íslenskt verðtryggt lán á þeim kjörum sem þeir höfðu val um á þeim tíma. Er þetta ávinningurinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra ætlaði lögunum og endurútreikningnum?
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ætti að varast að klappa saman höndum og mæra starfsfólk fjármálafyrirtækjanna og embættis Umboðsmanns skuldara fyrir vel unnin störf á grundvelli þessarar greinargerðar, eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins 29. maí 2011. Vel unnin störf fyrir hvað? Að hafa beitt öllum þeim klækjum sem hægt er til að fita höfuðstólinn í þessum endurútreikningum?
„Mældu rétt strákur“ eru orð sem óneitanlega koma upp í huga manns við lestur skýrslu Raunvísindastofnunar Háskólans og þeirra yfirgengilegu viðbragða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við henni.
Skoðun

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar