Erlent

Með ferðamenn niður að Titanic

Óli Tynes skrifar
Ferðaskrifstofan Bluefish ætlar að hefja köfunarferðir með ferðamenn niður að flakinu af risaskipinu Titanic sem sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912. Skipið liggur á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi og farið verður niður að því í sérsmíðuðum dvergkafbáti. Farþegarnir munu meðal annars sjá hin risastóru akkeri skipsins, brúna og stigann stórkostlega. Köfunin tekur um ellefu klukkustundir. Verðið er rúmlega sjö milljónir króna.

 

Titanic fórst í jómfrúrferð sinni frá Southampton í Englandi til New York. Þegar skipið  sökk voru 2223 manneskjur um borð. Af þeim fórust yfir 1500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×