Erlent

Brown stýrði samsæri gegn Blair

Óli Tynes skrifar
Gordon og Sara Brown.
Gordon og Sara Brown.
Aðeins nokkrum vikum eftir þingkosningarnar árið 2005 hóf Gordon Brown, sem þá var fjármálaráðherra, herferð gegn Tony Blair forsætisráðherra ásamt nánum samstarfsmönnum sínum. 

 

Breska blaðið Daily Telegraph segist hafa undir höndum leyniskjöl sem sýna að ætlunin hafi verið að ófrægja Blair með öllum tiltækum ráðum og hrekja hann úr embætti.  Brown er sagður hafa gefið samstarfsmönnum sínum fyrirmæli um að beita hrottalegum aðferðum til að losa ríkisstjórnina og flokkinn undan áhrifum forsætisráðherrans.

 

Sara Brown eiginkona Gordons var beðin að taka  þátt í samsærinu með því að æsa framákonur í Verkamannaflokknum gegn Tony Blair.

 

Ósætti Blairs og Browns á þessum árum var raunar opinbert leyndarmál en Daily Mail segir að heiftin og hrottaskapurinn sem birtist í leyniskjölunum, komi samt á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×