Viðskipti erlent

Walker segist geta fjármagnað kaupin á Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann sé þess fullviss að geta aflað sér nægilegs fjármagns til að kaupa keðjuna. Hann segir í samtali við Reuters að fjármögnun kaupanna verði ekkert vandamál fyrir sig.

Walker heldur á 23% hlut í Iceland og er með rétt til að jafna öll tilboð sem koma í hin 77%. Í samtali við Reuters vísar hann alfarið á bug þeim hugmyndum að Iceland keðjan verði brotin upp og seld í hlutum.

Í frétt Reuters er haft eftir Justin Scarborough greinanda hjá Royal Bank of Scotland að Walker verði að teljast líklegasti kaupandi Iceland enda þekki hann rekstur keðjunnar út og inn. Hinir sem áhuga hafa á kaupunum lendi því í harðri bráttu við Walker.

Sem kunnugt er af fréttum er liggur verðmatið á Iceland á bilinu 1,5 til 2 milljarðar punda eða allt að 370 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×