Erlent

Mubarak feðgar ákærðir fyrir morð

Óli Tynes skrifar
Hosni Mubarak.
Hosni Mubarak.
Hosni Mubarak fyrrverandi forseti Egyptalans og tveir synir hans verða ákærðir fyrir morð af yfirlögðu ráði, að sögn dómsyfirvalda landsins. Morðákærurnar tengjast uppreisninni gegn Mubarak sem varð til þess að hann hrökklaðist frá völdum í febrúar síðastliðinum. Talið er að yfir 800 manns hafi fallið þegar egypski herinn reyndi að brjóta uppreisnina á bak aftur.

Þá er einnig verið að rannsaka fjárhag fjölskyldunnar. Í Egyptalandi er því trúað að hún hafi sankað að sér tugum milljarða dollara á þeim þrjátíu árum sem hún hefur verið við völd. Fátt hefur þó fundist sem bendir til þess að upphæðirnar séu svo gríðarlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×